Þrír ungir og efnilegir leikmenn úr röðum ÍA skrifuðu nýverið undir samninga við Knattspyrnufélag ÍA
Markvörðurinn Árni Marinó Einarsson, sem stóð vaktina í marki ÍA að stórum hluta á síðasta tímabili, skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2023. Árni Marinó, sem er fæddur árið 2002, fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði ÍA um mitt tímabil og vakti hann mikla athygli fyrir sitt framlag á Íslandsmótinu og bikarkeppninni.
Gabríel Þór Þórðarson skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2024. Gabríel Þór er fæddur árið 2004. Hann kom töluvert við sögu með liði Kára á síðustu leiktíð samhliða því að leika með 2. flokki karla.
Ylfa Laxdal Unnarsdóttir skrifaði einnig undir samning við ÍA og gildir samningurinn út tímabilið 2023. Ylfa Laxdal er fædd árið 2005. Hún hefur verið lykilmaður í yngri flokkum ÍA á undanförnum árum og er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki ÍA.