Hollvinasamtök HVE halda áfram að gefa – þrjú ný sjúkrarúm afhent í dag

Hollvinasamtök HVE afhentu í dag þrjú sjúkrarúm í tilefni opnunar lyflækningadeildarinnar eftir gagngerar breytingar. Samtökin voru stofnuð þann 25. janúar 2014 og fögnuðu því 7 ára á þessu ári.

Stefán Þorvaldsson, yfirlæknir lyflækningardeildar, tók við gjöfinni frá Steinunni Sigurðardóttur formanni Hollvinasamtakanna.

Stjórn Hollvinasamtaka HVE: Steinunn Sigurðardóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Skúli Ingvarsson, Róbert W Jörgensen og Sævar Freyr Þráinsson. Einnig eru á myndinni Jóhanna F. Jóhannesdóttir forstjóri HVE, Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga, Þura B. Hreinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri fjármála og Stefán Þorvaldsson yfirlæknir lyflækningadeildar. Mynd / HVE

Eins og áður segir voru afhent þrjú sjúkrarúm í dag.

Tvö þeirra eru hefðbundin sjúkrarúm en eitt þeirra er fullkomið veltirúm sem er ætlað fyrir notendur sem geta lítið hreyft sig og þurfa mikla umönnun. Það rúm hefur þann eiginleika að vinnuvernd starfsmanna sem og sáravörn fyrir notendur er mikil.

Samtals hafa Hollvinsamtök HVE safnað og afhent 28 sjúkrarúm frá árinu 2019. Frá upphafi hafa Hollvinasamtök HVE afhent stofnunni gjafir að andvirði 82.430.011 kr. með stuðningi frábærum stuðningi; félagasamtaka, fyrirtækja, sveitarfélaga og einstaklinga víða á starfssvæðinu.

Stefán Þorvaldsson, yfirlæknir lyflækningardeildar, tók við gjöfinni frá Steinunni Sigurðardóttur formanni Hollvinasamtakanna.


  • Eftirfarandi tæki hafa verið afhent HVE frá stofnun Hollvinasamtakanna.
  • Árið 2015 – voru HVE færð tæki að upphæð 49.032.316 kr
  • Sneiðmyndatæki – Siemens Somatom Perspective 32 – 25. apríl 2015. Tækið staðsett á Akranesi.
  • 8 sólarhringsblóðþrýstingsmæla, ásamt hugbúnaði – 7. nóvember 2015. Tækin staðsett á öllum 8 heilsugæslustöðvunum.
  • Árið 2016 – var upphæði 1.655.084 kr.
  • Gæslutæki – Connex CSM með púls-, súrefnis-, blóðþrýstings- og eyrnahitamælingu – 30. júní 2016. Tækið staðsett í Borgarnesi.
  • Blöðruómskoðunartæki – 30. júní 2016. Tækið staðsett á Skurð- og svæfingadeild Akranesi.

    Árið 2017: var upphæðin 11.971.278 kr.
  • Skuggaefnisdælu fyrir sneiðmyndatökur – 1. apríl 2017. Tækið staðsett á myndgreiningadeild Akranesi.
  • Skurðstofustæða – 1. apríl 2017. Tækið staðsett á Skurð- og svæfingadeild Akranesi
    Árið 2018: var upphæðin 2.600.000 kr
  • Öndunaraðstoðarvél (NIPPV / BiPAP) fyrir Lyflækningadeild á Akranesi

    Árið 2019: var upphæðin 2.685.000 + 6.469.303 kr.
  • 5 sjúkrarúm af gerðinni Eleganza 2, ásamt rúmgálga/handfangi og Dynaform Mercury (welded) dýnu.
  • 12 sjúkrarúm af gerðinni Eleganza 2, ásamt rúmgálga/handfangi og Dynaform Mercury (welded) dýnu.
    Árið 2020: var upphæðin 1.887.166 + 3.459.848 kr
  • 3 sjúkrarúm af gerðinni Eleganza 2, ásamt rúmgálga/handfangi og Dynaform Mercury (welded) dýnu. (í maí)
  • 5 sjúkrarúm af gerðinni Eleganza 2, ásamt rúmgálga/handfangi og Dynaform Mercury (welded) dýnu. (í september)
    Árið 2021: er upphæðin 2.670.016 kr
  • 2 sjúkrarúm af gerðinni Eleganza 2, ásamt rúmgálga/handfangi og Dynaform Mercury (welded) dýnu. (í desember)
  • 1 sjúkrarúm af gerðinni Latera Thema – Veltirúm ásamt rúmgálga/handfangi og Dynaform Mercury (welded) dýnu (í desember)
    Í
    Frá 2019 hafa samtökin safnað fyrir alls 28 rúmum.
  • Hollvinasamtökin senda öllum þessum fyrirtækjum, félagasamtökum, bæjarfélögum og hundruð einstaklinga hjartans þakkir fyrir að standa með okkur í þessu verkefni.
  • Lionsklúbbur Borgarnes
  • Bifreiðastöð ÞÞÞ
  • Dalajötnar ehf
  • Halldór B Hallgrímsson
  • Vignir G Jónsson ehf
  • Einstaklingur sem vil ekki láta nafn sitt getið
  • Verklalýðsfélag Akraness
  • Trélausnir sf
  • Sigur-garðar sf
  • Kvenfélag Borgarness
  • Til minninga um Sigríði Guðjónsdóttur
  • Brim hf
  • Kiwanisklúbburinn Þyrill, Akranesi
  • FEBAN kórinn, Karlakórinn Svanir og Tamango
  • Hvalfjarðarsveit
  • Sparisjóður Strandamanna
  • Kvenfélagið 19. Júní, Hvanneyri
  • Trésmiðjan Akur
  • Akraneskaupstaður
  • Gísli S Jónsson ehf
  • Soroptimistaklúbbur Akraness
  • Gjafa og inningarsjóður HVE
  • Árgjöld félagsmanna