Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – 20. desember 2021

Alls greindust 220 einstaklingar með Covid-19 smit á Íslandi í gær. Aldrei áður hafa jafnmargir greinst á einum degi frá því að faraldurinn hófst í byrjun ársins 2020.

Um 15 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku í gær reyndust vera með Covid-19.

Alls eru ellefu sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þetta kemur fram á visir.is.

1.807 eru í umsjá Covid-göngudeildar, þar af 654 börn.

Á Akranesi eru 21 með Covid-19 smit og 63 eru í sóttkví.

Á Vesturlandi eru 25 í einangrun með Covid-19 smit og 93 eru í sóttkví.

Smit er til staðar í öllum þéttbýliskjörnum Vesturlands nema í Búðardal.