Einn efnilegasti leikmaður Skagans samdi á ný við Knattspyrnufélag ÍA

Framherjinn stórefnilegi, Gísli Laxdal Unnarsson, hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnufélag ÍA.

Samningur Gísla Laxdal, gildir út tímabilið 2023. Gísli Laxdal lék stórt hlutverk með liði ÍA í efstu deild karla á síðustu leiktíð en hann er fæddur árið 2001.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnufélagi ÍA.

Gísli Laxdal lék 22 leiki með ÍA í efstu deild á síðustu leiktíð og skoraði alls 4 mörk. Þar að auki lék hann 5 leiki í Mjólkurbikarkeppni KSÍ þar sem ÍA lék til úrslita gegn Víkingum úr Reykjavík. Gísli Laxdal skoraði alls 3 mörk í þessum þremur bikarleikjum.

Á síðustu tveimur árum hefur hann leikið 39 leiki í efstu deild og skorað alls 6 mörk.

Talsverðar breytingar eru framundan á leikmannahópi karlaliðs ÍA. Margir af leikreyndustu leikmönnum liðsins eru horfnir á braut.

Má þar nefna Arnar Má Guðjónsson, Ólaf Val Valdimarsson, Aron Kristófer Lárusson, Elias Alexander Tamburini, Dino Hodzic, Sindra Snæ Magnússon, Óttar Bjarna Guðmundsson.

Ekki er vitað hvar Ísak Snær Þorvaldsson mun leika á næsta tímabili en hann var á lánssamningi hjá ÍA en hann er samningsbundinn enska liðinu Norwich.