Alls greindust 267 innanlands með Covid-19 smit í gær og 51 til viðbótar á landamærunum.
Rúmlega ellefu og hálf prósent þeirra sem fóru í sýnatöku greindust jákvæðir. Nýgengi innanlandssmita hefur aldrei verið hærra en nú.
Fjöldi innanlandssmita er heldur lægri en í fyrradag þegar metfjöldi smita greindist innanlands. Hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu er um 41 prósent sem er svipað og seinustu daga. Í gær voru tekin rúmlega 4.800 sýni.
Staðan á Vesturlandi er svipuð og undanfarnar daga. Alls eru 45 í einangrun á Vesturlandi og þar af 26 á Akranesi. Alls eru 80 í sóttkví í landshlutanum og þar af 55 á Akranesi. Hér fyrir neðan eru tölur frá Lögreglunni á Vesturlandi.