Myndasyrpa: Unga kynslóðin hoppaði úr sér jólastressið á „Ærslabelgnum“

Veðrið lék við Skagamenn í dag og margir nýttu sér aðstæður til útiveru og hreyfingar.

Langisandur og Jaðarsbakkasvæðið er án efa eitt vinsælasta útivistarvæði Akurnesinga.

Hér má sjá myndasyrpu af vinkonum sem nýttu sér „Ærslabelginn“ við Akraneshöllina í „botn“ þrátt fyrir að lofthitinn væri langt undir frostmarki.

Unnur Valdís Lúðvíksdóttir, 9 ára Skagamær, fór létt með að sýna nánast allt sem hún kann í afar stuttri heimsókn Skagafrétt við Ærslabelginn í dag.

Eflaust hefur hún verið að hoppa úr sér spenningin sem fylgir þessum aldri í aðdraganda Aðfangadags – en Unnur Valdís er afar efnileg íþróttakona eins og sjá má á myndunum.