Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – 23. desember 2021

Um 500 kórónuveirusmit greindust í gær. Þetta er langmesti fjöldi smita sem greinst hefur á einum degi, og slær út daginn áður þegar 318 smit greindust. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Almannavarnir hafa ekki gefið út smittölur fyrir gærdaginn, en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við RÚV að fyrirtækið hafi fengið 518 jákvæð sýni til raðgreiningar í dag.

Öll jákvæð sýni eru þessi dægrin send til raðgreiningar hjá Íslenskri erfðagreiningu, meðal annars til að greina af hvaða afbrigði smitin eru.

Á Akranesi eru 33 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit en það voru 25 í fyrradag.

Í landshlutanum eru 57 í einangrun með Covid-19 smit en það voru 45 í fyrradag eins og sjá má á þessum töflum frá Lögreglunni á Vesturlandi.