Jólalög og frestunaráratta eru ofarlega í huga Anítu Ólafsdóttur sem hlaut viðurkenningu hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands við brautskráningu útskriftarnema um s.l. helgi.
Aníta, sem hefur leikið stórt hlutverk sem markvörður kvennaliðs ÍA á undanförnum árum, fékk 9,39 í meðaleinkunn á skólagöngu sinni í FVA og náði hún bestum árangri allra nemenda.
Aníta er fædd í Ólafsvík en kom á Akranes til þess að leika knattspyrnu samhliða því að stunda nám við FVA. Hún ætlar sér í framhaldsnám í Bandaríkjunum haustið 2022.
„Ég ætla að læra verkfræði eða eitthvað fag sem tengist hlutum sem fljúga. Ég ætla mér líka að læra einkaflug fram á næsta haust áður en ég fer til Bandaríkjanna,“ segir Aníta við skagafrettir.is. Hér á eftir eru svör hennar við laufléttum spurningum frá Skagafréttum.
Hvaðan ertu af landinu?
Ólafsvík
Helsti kostur FVA?
Maturinn og starfsfólkið.
Besta minningin úr FVA?
Gistipartýin á vistinni og vinirnir sem maður fékk tækifæri að kynnast.
Er það rétt að þú hafir horft á alla Game of Thrones seríuna í prófatörninni?
Því miður ekki, horfði samt á eina mynd inn á Netflix „Red Notice“.
Hver eru áhugamál þín?
Ferðast, fótbolti, prófa og læra nýja hluti.
Hvað hræðist þú mest?
Að ná ekki mínum eigin framtíðarmarkmiðum
Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Sigga Sól hefur alla tilburði með sínum söng
Hver var fyndnastur í skólanum?
Kitti kúreki.
Hvað sástu síðast í bíó?
Fast & Furious 9: The fast saga
Hvernig var þín upplifun af mötuneytinu í FVA.
Getum líkt matnum þarna við mömmu mat. Hann kom sterkur inn í hádeginu og alltaf gott að fá góða næringu
Hver er þinn helsti galli?
Frestunarárátta.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Instagram, Snapchat og Facebook
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA?
Væri til í að hafa síðustu tímana verkefnatíma heima því það er erfitt að halda einbeitingu frá 8-4 í skólanum og maður er orðinn svangur klukkan 4.
Hvernig fannst þér félagslífið í skólanum?
Félagslífið var mjög gott þangað til Covid kom
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Ég fer til Bandaríkjanna í haust að læra annað hvort verkfræði eða eitthvað tengt loftinu ss. að fljúga. Stefnan er svo að læra einkaflugmanninn fram að hausti.
Hver er best klædd/ur í FVA?
Úff erfitt að nefna einhvern einn/eina en Friðmey í sínum smíðabuxum er fire
Eftirlætis:
Kennari:
Kristín Edda eða Steini Ben.
Fag í skólanum:
Stærðfræði
Sjónvarpsþættir:
The Equalizer
Kvikmynd:
The Parent Trap
Hljómsveit/tónlistarmaður:
Kaleo og Clinton Kane eða Justin Bieber
Leikari:
Blake Lively
Vefsíður:
Leikjanet stytti manni stundirnar í sumum tímum
Flíkin:
Flís kanínu náttbuxur, þær hafa verið uppáhalds í mörg ár
Skyndibiti:
Nings
Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)?
Hlusta á jólalög allan ársins hring
Ættartréð:
Foreldrar: Rakel Ósk Gunnarsdóttir og Ólafur Ingólfsson. Silja Ólafsdóttir er systir mín.