Covid-19 smitum fjölgar hratt á Vesturlandi

Töluverð fjölgun er á fjölda þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví á Vesturlandi vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Alls greindust 664 einstaklingar með Covid-19 smit innanlands í gær, á öðrum degi jóla.

Fjórða hvert sýni sem tekið var í gær reyndist jákvætt.

Alls eru nú 4.174 einstaklingar í einangrun með veiruna, og 6.187 í sóttkví. Samanlagt gera það tæp þrjú prósent þjóðarinnar.

Fjórtán eru á sjúkrahúsi með veiruna, þar af tveir með omíkron-afbrigði hennar. Fimm þeirra eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél, enginn með omíkron.

Á Vesturlandi eru 89 í einangrun með Covid-19 og 155 eru í sóttkví. Til samanburðar þá voru 57 í einangrun þann 23. desember og 67 í sóttkví.

AðseturEinangrunSóttkví
Höfuðborgarsvæði31954608
Suðurnes283499
Suðurland251474
Austurland1624
Norðurland eystra74232
Norðurland vestra1629
Vestfirðir3253
Vesturland89155
Óstaðsett218113
Útlönd00