Hin árlega Þrettándahátíð Akraneskaupstaðar verður með sama sniði og fyrir ári síðan.
Kjörinu á Íþróttamanni Akraness verður einnig lýst þann 6. janúar 2022 og setur heimsfaraldur sinn svip á framkvæmdina.
Björgunarfélag Akraness mun sjá um veglega flugeldasýningu fimmtudaginn 6. janúar – kl. 18.00 og verður skotið frá ysta hluta aðalhafnargarðs Akraneshafnar. Árleg þrettándabrenna fellur niður.
Hægt er að fylgjast með flugeldasýningunni meðfram strandlengjunni alveg frá Breið og inn að Höfða – og víðar.
íbúum Akraness gefst því koostur að fylgjast með þar sem þeir kjósa.
Kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2021 verður lýst um 15 mínútum eftir að flugeldasýningunni lýkur. Kjörinu verður lýst á Youtube rás ÍATV – og fer athöfnin fram á Garðavöllum við golfvöllinn.