Kristín er önnur konan úr röðum ÍA sem kemst inn á topp 10 listann

Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA, varð þriðja í kjörinu á Íþróttamanni ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna 2021.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kristín kemst í hóp 10 efstu í þessu kjöri – og í fyrsta sinn sem keppandi úr röðum ÍA er á meðal þriggja efstu frá árinu 2001.

ÍA hefur átt tvo keppendur sem hafa hlotið titilinn Íþróttamaður ársins, Guðjón Guðmundsson sundmaður var sá fyrsti en hann var kjörinn árið 1972 og Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona, var Íþróttamaður ársins árið 1991.

Ríkharður Jónsson knattspyrnumaður var sá fyrsti úr röðum ÍA sem komst inn á topp 10 listanum en hann var fimm sinnum á meðal 10 efstu.

Fjölmargt íþróttafólk frá Akranesi og úr röðum ÍA hafa komist inn á topp 10 listann hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Hér fyrir neðan má sjá þann lista en þar er einnig að finna Skagamenn og konur sem kepptu fyrir annað íþróttafélag en ÍA þegar þau komust á topp 10 listann.

1956
Íþróttamaður ársins, Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir.
7. sæti: Ríkharður Jónsson, ÍA, knattspyrna.

1957
Íþróttamaður ársins, Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttir.
10. sæti: Ríkharður Jónsson, ÍA, knattspyrna.

1959
Íþróttamaður ársins, Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir.
5. sæti: Helgi Daníelsson, ÍA, knattspyrna.
7. sæti: Ríkharður Jónsson, ÍA, knattspyrna.

1962
Íþróttamaður ársins, Guðmundur Gíslason, sund.
sæti: Ríkharður Jónsson, ÍA, knattspyrna.
10. sæti: Helgi Daníelsson, ÍA, knattspyrna.

1964
Íþróttamaður ársins, Sigríður Sigurðardóttir, handknattleikur.
9. sæti: Eyleifur Hafsteinsson, ÍA, knattspyrna.

1965
Íþróttamaður ársins, Valbjörn Þorláksson, frjálsíþróttir.
6. sæti: Eyleifur Hafsteinsson, ÍA, knattspyrna.

1971
Íþróttamaður ársins, Hjalti Einarsson, handknattleikur.
7. sæti: Guðjón Guðmundsson, ÍA, sund.

1972
Íþróttamaður ársins, Guðjón Guðmundsson, ÍA, sund.

1975
Íþróttamaður ársins, Jóhannes Eðvaldsson, Glasgow Celtic, knattspyrna.
10. sæti: Jón Alfreðsson, ÍA, knattspyrna.

1978
Íþróttamaður ársins, Skúli Óskarsson, UÍA, lyftingar.
6. sæti: Pétur Pétursson, ÍA, knattspyrna.
7.-8. sæti: Karl Þórðarson, ÍA, knattspyrna.

1980
Íþróttamaður ársins, Skúli Óskarsson, UÍA, lyftingar.
6. sæti: Ingi Þór Jónsson, ÍA, sund.

Pétur Pétursson varð í 8. sæti í þessu kjör en knattspyrnumaðurinn lék með Feyenoord í Hollandi á þessum tíma. Matthías Hallgrímsson, knattspyrnumaður, lék með Val á þessu ári og endaði í 10. sæti.

1982
Íþróttamaður ársins, Óskar Jakobsson, ÍR, frjálsíþróttir.
8. sæti: Ingi Þór Jónsson, ÍA, sund.

1983
Íþróttamaður ársins, Einar Vilhjálmsson, UMSB, frjálsíþróttir.
8. sæti: Sigurður Lárusson, ÍA, knattspyrna.

1984
Íþróttamaður ársins, Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart, knattspyrna.
6. sæti: Bjarni Sigurðsson, ÍA, knattspyrna.

1986
Íþróttamaður ársins, Eðvarð Þór Eðvarsson, Njarðvík, sund.
8. sæti: Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, sund.

1989
Íþróttamaður ársins, Alfreð Gíslason, Bidasoa, handknattleikur.
5. sæti: Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, sund.

1990
Íþróttamaður ársins, Bjarni Friðriksson, Ármann, júdó.
9.-10. sæti: Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, sund.

1991
Íþróttamaður ársins, Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, sund.

1993
Íþróttamaður ársins, Sigurbjörn Bárðarson, Fákur, hestaíþróttir.
3. sæti: Sigurður Jónsson, ÍA, knattspyrna.

1995
Íþróttamaður ársins, Jón Arnór Magnússon, Tindastóll, frjálsíþróttir.
3. sæti: Sigurður Jónsson, ÍA, knattspyrna.
7. sæti: Arnar Gunnlaugsson, Nurnberg/ÍA/Sochaux, knattspyrna.

1996
Íþróttamaður ársins, Jón Arnór Magnússon, Tindastóll, frjálsíþróttir.
3. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir/ÍA, golf.
9. sæti: Ólafur Þórðarson, ÍA, knattspyrna.

1997
Íþróttamaður ársins, Geir Sveinsson, Montpellier, handknattleikur.
6. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir/ÍA, golf.

1998
Íþróttamaður ársins, Örn Arnarson, SH, sund.
6. sæti: Þórður Guðjónsson, Genk, knattspyrna.

1999
Íþróttamaður ársins, Örn Arnarson, SH, sund.
10. sæti: Þórður Guðjónsson, Genk, knattspyrna.

2000
Íþróttamaður ársins, Vala Flosadóttir, ÍR, frjálsíþróttir.
5. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir/ÍA, golf.

2001
Íþróttamaður ársins, Örn Arnarson, SH, sund.
6. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson, Leynir/ÍA, golf.
8. sæti: Árni Gautur Arason, Rosenborg, knattspyrna.

2004
Íþróttamaður ársins, Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, knattspyrna.
6. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG golf.

2006
Íþróttamaður ársins, Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach, handknattleikur.
4. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG golf.

2007
Íþróttamaður ársins, Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur, knattspyrna.
5. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG golf.

2021
Íþróttamaður ársins, Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur.
3. sæti: Kristín Þórhallsdóttir, ÍA, kraftlyftingar.