Flottur árangur hjá keppendum ÍA í Bikarkeppni Sundsambands Íslands

Bikarkepppni Sundsambands Íslands fór fram í lok desember en keppnin á sér langa hefð og sögu í sundíþróttinni.

Um er að ræða liðakeppni þar sem að keppendur safna stigum fyrir sitt félag.

Sundfélag Akraness sendi bæði kvenna – og karlalið til keppni. Þar náðu keppendur úr röðum fínum árangri, margir bættu árangur sinn.

Karlalið Sundfélags Akraness endaði í 4. sæti með 12184 stig sem er besti árangur hjá karlaliði síðan 2010.

Liðið var skipað þeim Sindra Andreas Bjarnasyni, Enrique Snæ Llorens, Alex Benjamin Bjarnasyni, Kristjáni Magnússyni, Einari Margeiri Ágústsyni, Mateusz Kuptel, Guðbjarna Sigþórssyni, Víkingi Geirdal og Ágústi Júlíussyni.

Í 4 x 100 m fjórsund boðsundi settu þeir Kristján, Einar, Enrique og Sindri nýtt Akranesmet á tímanum 4.00.28, gamla metið var 4.01.62 frá árinu 2017 og það átti Erlend Magnússon, Sævar Berg Sigursson, Ágúst Júlíusson og Atli Vikar Ingimundarson.

Kvennalið ÍA hafnaði í 5. sæti með 9834 stig, sem er einn af besta árangri síðustu ár.
Liðið var þannig skipað: Lára Jakobína Ringsted, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Karen Káradóttir, Helga Rós Ingimarsdóttir, Iris Arna Ingvarsdóttir, Arna Karen Gísladóttir og Sunna Dís Skarpheiðinsdóttir.

Þá er Bikarkeppni SSÍ 2021 lokið. Mótið fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Sundfélag Hafnarfjarðar vann bikarmeistaratitlinn bæði í karlaflokki og Sunddeild Breiðabliks stóð upp sem siguvegari í kvennaflokki.

Í Bikarkeppninni eru stig veitt samkvæmt gildandi stigatöflu FINA. Stigahæsta kvennalið og stigahæsta karlaliðí 1. deild hljóta sæmdarheitið BIKARMEISTARI ÍSLANDS Í SUNDI í kvenna- og karlaflokkum og gripi þá sem keppt er um. Einnig skal verðlauna það lið sem hreppir 2. sætið í 1. deild.

Á sama hátt skal verðlauna tvö efstu liðin í 2. deild. Veita skal viðurkenningu til stigahæsta kvennaliðs og stigahæsta karlaliðs keppninnar í hverri deild.

Í 2. deild varð Sundfélag Hafnarfjarðar einnig efst í karlaflokki og kvennaflokki.

Ekkert lið skiptir um deild fyrir næstu keppni þar sem ná þarf fleiri stigum en liðin í 1. deild til að taka sæti þeirra. B og C lið geta ekki farið upp í 1. deild.

Stigastaða í lok móts var eftirfarandi:

  1. deild karla
  1. Sundfélag Hafnarfjarðar – BIKARMEISTARAR 15.593 stig
  2. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 14.335 stig
  3. Sunddeild Breiðabliks 14.055 stig
  4. Sundfélag Akraness 12.140 stig
  5. Íþróttabandalag Reykjavíkur 10.442 stig
  6. Sundfélagið Ægir 8.937 stig
  1. deild kvenna
  1. Sunddeild Breiðabliks – BIKARMEISTARAR 14.416 stig
  2. Sundfélag Hafnarfjarðar 13.822 stig
  3. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 13.388 stig
  4. Sundfélagið Ægir 11.281 stig
  5. Sundfélag Akraness 9.834 stig
  6. Íþróttabandalag Reykjavíkur 9.343 stig
  1. deild kvenna
  1. sæti: B – lið Sundfélags Hafnarfjarðar 9.969 stig
  2. sæti: B – lið Sunddeildar Breiðablik 9.549 stig
  3. sæti: Sunddeild Ármanns 9.111 stig
  4. sæti: UMSK 8.258 stig
  1. deild karla
  1. sæti: B – lið Sundfélags Hafnarfjarðar 12.607 stig
  2. sæti: C – lið Sundfélags Hafnarfjarðar 9.591 stig
  3. sæti: Sunddeild Ármanns 8.122 stig
  4. sæti: UMSK 6.511 stig