Búi Örlygsson hefur starfað samfleytt í 21 ár hjá Landsbankanum og nýverið tók hann við sem forstöðumaður eignastýringar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Skagamanninn á vef Viðskiptablaðsins.
„Ég hef alltaf verið viðloðandi verðbréfaþjónustu og eignastýringu, en ég byrja í þessari svokölluðu einkabankaþjónustu sem er hluti af eignastýringaþjónustu okkar árið 2005, og hef verið í henni þar til nú. Þetta hefur verið einstaklega góður og líflegur vinnustaður og skemmtileg verkefni sem við höfum fengið að takast á við. Ekkert alltaf auðveld, en alltaf haldið í mann,“ segir Búi m.a. í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni á vef VB.