Nýr starfshópur stofnaður sem á að rýna í samskipti – og einelti innan skóla -og frístundastarfs

Skóla – og frístundaráð Akraness hefur samþykkt að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að rýna í styrkleika og tækifæri til umbóta innan skóla- og frístundastarfs varðandi samskipti og einelti.

Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins.

Starfshópurinn á að endurskoða verklag og verkferla og nýta til þess færustu sérfræðinga í málefninu.

Markmið með verkefninu er að allar stofnanir okkar búi áfram yfir öflugum viðbragðsáætlunum og verkfærum til þess að styrkja félagsfærni barna og ungmenna og tryggt sé að þverfaglegt samstarf sé innan samfélagsins til þess að ná þessum árangri.


Drög að erindisbréfi var lagt fram á fundi ráðsins til umræðu og samþykkti ráðið að gengið verði frá þeim drögum að erindisbréfi sem lögð voru fyrir fundinn.