Sjónvarpsstöðin N4 fjallaði á dögunum um áhugavert verkefni á Akranesi þar sem á uppruna sinn að rekja til samstarfs Bókasafns Akraness og Skagaleikflokksins.
Hlédís Sveinsdóttir og Heiðar Mar Björnsson sem sjá um sjónvarpsþáttinn Að Vestan á N4 voru með Kellingagönguna á Akranesi til umfjöllunar í þætti sínum í desember s.l.
Innslagið má sjá hér fyrir neðan þar sem að rætt er við Hallberu Jóhannesdóttur, Guðbjörgu Árnadóttur og Halldóru Jónsdóttur sem eru kjarninn á bak við þetta verkefni.