Komið að leiðarlokum í Leirbakaríinu við Suðurgötu 50A

„Okkur þykir miður að tilkynna að komið er að leiðarlokum í Leirbakarínu, síðustu dagarnir sem opið er hjá okkur eru föstudagurinn 7. og laugardagurinn 8. janúar,“ segir í tilkynningu frá Kolbrúnu Sigurðardóttur og Maríu Kristínu Óskarsdóttur sem hafa kryddað gamla miðbæinn á Akranesi undanfarin þrjú ár með handverksmiðstöðinni við Suðurgötu.

Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur, skemmtilegar heimsóknir og ánægjuleg viðskipti síðustu 3 árin.

Við bjóðum ykkur velkomin þessa síðustu helgi sem við höfum húsnæðið á Suðurgötunni til afnota og bjóðum ykkur 25% afslátt af öllum vörum í galleríinu.

Þið getið sent okkur skilaboð á [email protected] ef þið viljið panta vörur eða vera í sambandi við okkur.

Kveðja

Kolla og Maja Stína

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/10/13/ahugaverdar-breytingar-a-sogufraegu-husi-samthykktar-i-baejarstjorn/