Auglýsing
Eitt fjölmennasta íþróttamót sem fram hefur farið á Akranesi var Landsmót Ungmennafélags Íslands.
Verkefnið var samvinnuverkefni Ungmennafélagsins Skipaskaga og UMSB – og fór það fram árið 1975.
Töluverðar framkvæmdir áttu sér stað í aðdraganda mótsins og var m.a. 25 metra sundlaug sett upp þar sem þyrluflugvöllurinn er í dag. Sundlaugin var síðar sett upp á Selfossi og var í notkun fram til ársins 1996 – en ný laug var síðan vígð á Selfossi ári síðar.
Keppt var í handbolta á malbikuðum velli við hlið sundlaugarinnar.
Það svæði er í dag nýtt sem þyrluflugvöllur og sem viðburðasvæði á Írskum dögum og Þrettándanum.
Myndirnar sem eru hér fyrir neðan eru frá Ljósmyndasafni Akraness.
Auglýsing
Auglýsing