Keppnislið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er komið áfram í aðra umferð umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Þetta kemur fram á vef FVA.
Björn Viktor Viktorsson, Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Sigrún Freyja Hrannarsdóttir skipa keppnislið FVA og sigruðu þau lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja nokkuð örugglega, 24-17. Staðan var 16-7 fyrir FVA eftir bjölluspurningarnar.
Önnur umferð keppninnar fer fram dagana 17.-19. janúar en ekki er vitað hver mótherji FVA verður í þeirri viðureign.