Loðnu landað í janúar á Akranesi í fyrsta sinn í áratug – bæjarstjórinn kom færandi hendi

Venus NS 150 að landa fyrsta loðnufarminum á árinu á árinu 2022, en skipið er með um 2000 tonn í lestum skipsins.

Samkvæmt færslu hjá Valentínusi Ólafssyni, hafnsögumanni hjá Faxaflóahöfnum, var síðast landað loðnu í janúar á Akranesi árið 2012 eða fyrir áratug.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, kom færandi hendi þegar skipið kom til hafnar. Þar afhenti hann áhöfn skipsins rjómatertu í tilefni þess að fyrstu loðnunni var landað á Akranesi á þessari loðnuvertíð. Slík hefð hefur verið til staðar um margra ára skeið. Sævar Freyr skrifar eftirfarandi texta á fésbókarsíðu sína.

„Mikið gleðiefni fyrir Akranes að sjá loðnuna vera landað á hér. Mikil tilhlökkun og eftirvænting margra hér á Akranesi undanfarnar vikur og uppgripin góð. Búið var að landa um 200 tonnum af 2.000 er ég mætti í morgun.
Venus NS er í eigu Brim og er skráð á Vopnafirði. Sigurbjörn Björnsson vélstjóri tók við rjómatertunni fyrir hönd áhafnar. Áhöfnin hyggst njóta rjómatertunar með kaffinu í dag en Alfreð Freyr Karlsson í Kallabakarí græjaði hana með nánast engum fyrirvara ásamt sínu flotta fólki. Þetta eru meistarar.“