Fjórir leikmenn gerðu nýja samninga við kvennalið ÍA í knattspyrnu

Fjórir leikmenn úr röðum kvennaliðs ÍA í knattspyrnu sömdu á dögunum við félagið á ný. Um er ræða unga og efnilega leikmenn sem hafa leikið upp alla yngri flokka félagsins og einnig með meistaraflokki ÍA.

Kvennalið ÍA er þeirri stöðu að leika í neðstu deild Íslandsmótsins á næstu leiktíð eftir að hafa fallið naumlega úr næst efstu deild á síðasta ári.

Leikmennirnir sem skrifuðu undir samninga eru; Anna Þóra Hannesdóttir (samningur út tímabilið 2023), Erla Karítas Jóhannesdóttir (samningur út tímabilið 2022), Selma Dögg Þorsteinsdóttir (samningur út tímabilið 2023) og Erna Björt Elíasdóttir (samningur út tímabilið 2023).

Magnea Guðlaugsdóttir er þjálfari kvennaliðs ÍA. Töluverðar breytingar verða á leikmannahóp liðsins þar sem að Sigrún Eva Sigurðardóttir hefur skipt yfir í Aftureldingu í Mosfellsbæ og Róberta Lilja Ísólfsdóttir hefur gengið í raðir KR í Reykjavík.