Lilja Björg og Þorgerður sömdu við Knattspyrnufélag ÍA

Knattspyrnufélag ÍA heldur áfram að semja við leikmenn kvennaliðsins. Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is sömdu fjórir leikmenn við liðið.

Lilja Björg Ólafsdóttir og Þorgerður Bjarnadóttir hafa einnig skrifað undir samninga við ÍA en þetta eru fyrstu samningar þeirra beggja og gilda þer út tímabilið 2023.

Kvennalið ÍA er þeirri stöðu að leika í neðstu deild Íslandsmótsins á næstu leiktíð eftir að hafa fallið naumlega úr næst efstu deild á síðasta ári.

Magnea Guðlaugsdóttir er þjálfari kvennaliðs ÍA.

Töluverðar breytingar verða á leikmannahóp liðsins þar sem að Sigrún Eva Sigurðardóttir hefur skipt yfir í Aftureldingu í Mosfellsbæ og Róberta Lilja Ísólfsdóttir hefur gengið í raðir KR í Reykjavík.