ÍA samdi við þrjá þaulreynda leikmenn úr röðum Vals og KR

Karlalið ÍA í knattspyrnu hefur á undanförnum dögum samið við þrjá þaulreynda leikmenn sem munu leika með liðinu í efstu deild á næsta tímabili.

Allir leikmennirnir hafa reynslu af því að leika í efstu deild og koma frá þeir frá íslenskum félögum úr Reykjavík.

Frá Val koma þeir Johannes Vall og Christian Køhler.

Vall 29 ára gamall varnarmaður og hefur leikið í efstu deild í Svíþjóð en hann hefur verið hjá Val undanfarin misseri.

Køhler er danskur og 25 ára gamall. Hann er miðvallarleikmaður og hefur leikið í efstu deild í heimalandinu og Svíþjóð áður en hann fór í Val.

Áður hafði ÍA samið við varnarmanninn Aron Bjarka Jóepsson sem er 32 ára varnamaður og kemur úr röðum KR.

Englendingurinn Alexander Davey og Hollendingurinn Wout Droste, verða áfram í herbúðum ÍA á næstu leiktíð.

Töluverðar breytingar verða á leikmannahópi ÍA fyrir tímabilið.

Ólafur Valur Valdimarsson, er hættur, og óvíst er með hvar Arnar Már Guðjónsson mun leika en samningur hans við ÍA rann út á síðustu leiktíð.

Markvörðurinn Dino Hodzic er skráður í Kára og finnski varnarmaðurinn Elias Alexander Tamburini er ekki lengur á samningi hjá ÍA.

Morten Beck Andersen fór aftur um mitt tímabil til FH eftir að hafa verið á láni hjá ÍA stóran hluta tímabilsins.

Fjórir leikmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum hjá ÍA á undanförnum misserum erum farnir frá ÍA, Aron Kristófer Lárusson fór í KR.

Sindri Snær Magnússon samdi við Keflavík, Ísak Snær Þorvaldsson, sem var kjörinn besti leikmaður ÍA á lokahófi félagsins hefur samið við Breiðablik, og Óttar Bjarni Guðmundsson, sem var fyrirliði ÍA á síðustu leiktíð, fór aftur í uppeldisfélagið sitt Leikni í Reykjavík.