Eldur kviknaði í Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 13. janúar.
Slökkvilið Akraness – og Hvalfjarðarsveitar náði fljótlega að slökkva eldinn en töluvert tjón varð á því svæði þar sem að eldurinn kom upp – eða í smíðastofu í kjallara skólans.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi kemur fram að rannsóknin á brunanum sé á lokastigi.
Málið telst upplýst og er unnið í samvinnu með barnavernd.
Við rannsókn málsins naut lögreglan á Vesturlandi liðsinnis tæknideildar LRH.
Loftgæði í skólanum hafa ekki verið upp á það allra besta eftir brunann og hefur skólanum verið lokað út vikuna á meðan unnið er að því að bæta loftgæðin.