Miðasala á Þorrablót Skagamanna 2022 fer vel af stað – tryggðu þér miða á Tix.is

Þorrablót Skagamanna 2022 fer fram laugardaginn 22. janúar.

Blótið verður með svipuðu sniði og í fyrra vegna samkomutakmarkanna.

Beint streymi verður frá Þorrablótinu og fer miðasala fram á Tix.is. Niðurtalning hefst um leið og kaupin hafa verið framkvæmd.

Smelltu hér til að kaupa miða.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum viðburðarins kemur fram að Þorrablótið 2022 verði hlaðið skemmtun.

Miðasalan hófst í gær og tóku Skagamenn vel við sér og fer miðasalan því vel af stað

Meðal efnis á Þorrablóti Skagamanna 2022:

  • Ávarp
  • Tónlistaratriði
  • Happadrætti
  • Kveðjur frá fyrirtækjum á Akranesi
  • Skagamaður ársins
  • Leikin atriði
  • Skagaskaupið – Annáll ársins 2021 í boði árgangs 1981
  • Ball í beinni
  • Eftirpartý?

Miðaverðinu er haldið í hófi og kostar streymið aðeins 3.990.-kr

Happadrætti:

Miðakaupendur fara sjálfkrafa í pott og geta unnið til vinninga í happadrætti sem fer fram á þorrablótinu sjálfu. Þetta er pottur sem allir vilja vera í, svo það er ekkert eftir neinu að bíða – bara drífa sig og panta miðann strax í dag.