Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutaði á dögunum 95 styrkjum til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum.
Heildarupphæð styrkja tæplega 47.6 milljónum kr.

Alls bárust 127 umsóknir og í heildina sóttu verkefnin samanlagt um rúmlega 224 mkr.
Þetta er áttunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands.
Þetta var fyrri úthlutun ársins en síðsumars verður aftur úthlutað í flokki atvinnu- og nýsköpunarstyrkja.
Alls hlutu 72 verkefni á sviði menningar styrki sem námu 29.2 milljónum kr., og 17 verkefni hlutu styrki til atvinnuþróunar upp á alls 13.5 milljónum kr. og þá voru veittar tæplega 5 milljónir kr. til 6 stofn- og rekstrarverkefna á sviði menningar.
Mikill fjölbreytileiki er í verkefnunum og það kveður við nýjan tón í nýsköpunarverkefnum þar sem umsóknir er varða líftækni bárust sem er áhugaverð þróun og stefnir í mikla grósku á því sviði.
Áfram er mikill kraftur og frjó hugsun hjá listafólki og þeim sem starfa í menningartengdum greinum sem mun efla menningu á Vesturlandi.
Fjölmargir aðilar á Akranesi fengu styrki fyrir ýmis verkefni.
- Nýstofnuð líftæknismiðja Breiðar þróunarfélagsins fékk 2 milljónir.
- Verkefnið „Sæmeti tilraunaframleiðsla úr þara á Skipaskaga“ – Gunnar Ólafsson hjá ALGÓ einnig 2 milljónir
- Muninn Film fékk fyrir Docfest heimildamyndahátíðina 2 milljónir.
- Muninn fékk einnig 1 milljón fyrir Icedoc útibíó.
- Verkefnin „Hlaðan“ og „Sigurður málari“ samtals 750 þúsund.
- Sara Blöndal og Heiðar Mar hjá Muninn fengu 300 þúsund króna styrk til að halda verkefnið, „Jólagleði í Garðalundi“.
- Sara fékk auk þess ásamt Byggðasafninu að Görðum 500 þúsund til að klára grunnsýningu Byggðasafnsins.
- Ársæll R Erlingsson og Lovísa Lára Halldórsdóttir hjá Frostbiter fengu 500 þúsund til hryllingsmyndahátíðar.
- Hlédís Sveinsdóttir matarfrumkvöðull fékk 500 þúsund til verkefnisins „Sætir sauðir“
- Í samstarfi við Ólaf Pál Gunnarsson fékk Hlédís einnig 500 þúsund
fyrir verkefnið „Skaginn syngur inn jólin“ - Menningarstarfsemi á Smiðjuloftinu, Valgerður Jónsdóttir, fékk 700 þúsund.
| ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR | ||
| VERKEFNI | UMSÆKJANDI | UPPHÆÐ |
| Refilsaumur minjagripir | Iceland Up Close ehf. | 270 |
| Ný ásýnd Snæfellsjökulshlaupsins | Ingunn Ýr Angantýsdóttir | 300 |
| Vöggusett sem útsaumspakki | Barnaból ehf. | 400 |
| Draugabanar | Þorkell Máni Þorkelsson | 500 |
| Barnaleikur – vöruþróun með aðferðum leikjafræði og upplifun | Vínlandssetur ehf. | 500 |
| Bætt nýting sláturafurða og nýting afurða í nærsamfélagi | Landbúnaðarháskóli Íslands | 500 |
| Bílaþvottur og bónstöð | Pollur Bílaþvottur ehf. | 500 |
| Sætir sauðir | Hlédís H. Sveinsdóttir | 500 |
| Áningastaður á Merkjahrygg | Finnbogi Harðarson | 600 |
| Brúa hafið, markaðssetning – Hestaland | Hestaland ehf. | 600 |
| Undirbúningur fyrir Borgarfjarðarbraut | Ferðafélag Borgarfjarðar | 600 |
| Heilsa hugar og líkama | Guðrún Björg Bragadóttir | 600 |
| Vöruþróun og markaðssetning á fylgihlutum fyrir sorptunnur | Kambshaus ehf. | 600 |
| Útibíó | Docfest ehf. | 1.000.000 |
| Breið líftæknismiðja | Breið-Þróunarfélag ses | 2.000.000 |
| Skordýr sem fóður og framtíðarfæða | Landbúnaðarháskóli Íslands | 2.000.000 |
| Sæmeti – Tilraunaframleiðsla á Skipaskaga | ALGÓ ehf. | 2.000.000 |
| SAMTALS | 13.470.000 | |
| MENNINGARSTYRKIR | ||
| VERKEFNI | UMSÆKJANDI | UPPHÆÐ |
| Húsaskilti | Hollvinasamtök Borgarness | 100 |
| Löng helgi | Logi Bjarnason | 150 |
| Kellingar í útgerð og verslun | Guðbjörg Árnadóttir | 150 |
| Tónleikar Forsælu | Steinunn Pálsdóttir | 150 |
| Uppskeruhátíð Karlakórsins Heiðbjartar á síðasta vetrardag | Karlakórinn Heiðbjört | 150 |
| Tónleikaröð í Grundarfjarðarkirkju | Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju | 200 |
| Vetrar Sýningar í Listhúsinu | Michelle Lynn Bird | 200 |
| Upplýsingaskilti í Borgarnesi | Hollvinasamtök Borgarness | 200 |
| Kórastarf Freyjukórsins | Freyjukórinn | 200 |
| MÓÐIR – KONA – MEYJA | Sigurbjörg Tinna Gunnarsdóttir | 200 |
| Örnefnasjá | Hollvinafélag Varmalands | 200 |
| Þyrlurokk ’90 | Ólafur Páll S Gunnarsson | 200 |
| Rokk í Reykholti – Sönglagadagskrá tileinkuð E.P.D.B | Gísli Magnússon | 200 |
| Stórtónleikar með kvennakór, einsöng og hljómsveit vor 2022 | Kvennakórinn Ymur | 200 |
| Viðburðadagskrá í Stykkishólmi 2022 | Félag atvinnulífs í Stykkishólmi | 200 |
| Afmælishátíð Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi | Stykkishólmsbær | 200 |
| Menningardagskrá í Bókasafni Akraness | Akraneskaupstaður | 200 |
| Bílskúrinn | Heiðrún Hámundardóttir | 200 |
| Gerðu þinn eigin húllahring með Húlladúllunni! | Unnur María Máney Bergsveinsdóttir | 200 |
| Hljóðupptökur á tónlist karlakórsins Heiðbjartar | Karlakórinn Heiðbjört | 200 |
| Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2022 | Hljómlistarfélag Borgarfjarðar | 250 |
| Íslenska Bítlið í Stórsveitarstíl | Stórsveit Íslands | 250 |
| Hydration Space Art Space 2022 | Sigríður Þóra Óðinsdóttir | 250 |
| List og Lyst á Varmalandi | Hollvinafélag Varmalands | 250 |
| Miðstöðvar og mangarar í Breiðafirði – Útiskiltasýning | Stykkishólmsbær | 250 |
| Ljósmyndasafn Júlíusar Axelssonar | Safnahús Borgarfjarðar | 250 |
| Skotthúfan 2022 | Stykkishólmsbær | 250 |
| Stofnun ljósmyndahóps Átthagastofu | Átthagastofa Snæfellsbæjar | 250 |
| Jólatónleikar – Er líða fer að jólum | Alexandra Rut Jónsdóttir | 250 |
| Sigurður málari | Muninn kvikmyndagerð ehf. | 250 |
| Átthagarjóður með áherslu á verslunarsögu Ólafsvíkur | Vagn Ingólfsson | 250 |
| Ferðabók Gísla Einarssonar (samt ekki bók!) | Gísli Einarsson | 250 |
| Rekstrastyrkur Vinnustofu Listamannsins Liston | Lúðvík Karlsson | 250 |
| Föstudagurinn DIMMI 2022 | Heiður Hörn Hjartardóttir | 300 |
| Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfjarðarströnd | Jósep Gíslason | 300 |
| Einleikurinn Girls and Boys í uppsetningu Fullorðins fólks | Björk Guðmundsdóttir | 300 |
| Norska húsið 190 ára – menningardagskrá | Stykkishólmsbær | 300 |
| Sagnamenn og konur | Vínlandssetur ehf. | 300 |
| Norrænar Stelpur Skjóta | Northern Wave | 300 |
| Endurhleðsla fjárréttar í Ólafsvík | Átthagastofa Snæfellsbæjar | 300 |
| Jólagleði í Garðalundi – opnunarhátíð | Muninn kvikmyndagerð ehf. | 300 |
| Flamenco viðburðir á Vesturlandi | Reynir Hauksson | 300 |
| Hidden People // Huldufólk | Sigríður Ásta Olgeirsdóttir | 400 |
| Uppbygging á Englandi | Gísli Einarsson | 400 |
| Sýningar i Saltporti 2022 | Mávur ehf. | 400 |
| Út um mela og móa | Hjá Góðu fólki ehf. | 400 |
| Norðurlandameistaramót í Eldsmíði | Íslenskir Eldsmiðir,áhugamannafélag | 450 |
| Ísland – verzt í heimi | Zik Zak Filmworks | 500 |
| Let’s come together / Komum saman | Alicja Chajewska | 500 |
| Skuld | Bíóbúgí ehf. | 500 |
| Endursköpun sögusafns | Sögustofan, félag um sögu og sagnalist | 500 |
| HEIMA-SKAGI 2022 | Ólafur Páll S Gunnarsson | 500 |
| Ólafsdalshátíð 2022 | Ólafsdalsfélagið | 500 |
| Fjölmenningarhátíð 2022 | Snæfellsbær | 500 |
| Grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum | Byggðasafnið í Görðum | 500 |
| Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival | Lovísa Lára Halldórsdóttir | 500 |
| Merking og stikun Vatnaleiðar | Ferðafélag Borgarfjarðar | 500 |
| Hlaðan | Muninn kvikmyndagerð ehf. | 500 |
| Skaginn syngur inn jólin | Hlédís H. Sveinsdóttir | 500 |
| Páll. The artist. | Paula Bartnik | 600 |
| Menningarviðburðir Kalmans | Kalman – listafélag | 600 |
| Hinseginhátíð Vesturlands | Hinsegin Vesturland, félagasamtök | 600 |
| Menningardagskrá að Nýp á Skarðsströnd | Penna sf. | 600 |
| Útgerðin Ólafsvík, menning og list fyrir alla í Pakkhúsinu | Sandgerðin ehf. | 600 |
| Nr 4 Umhverfing | Akademía skynjunarinnar | 700 |
| Saga laxveiða í Borgarfirði | Landbúnaðarsafn Íslands ses | 750 |
| Fyrirlestrar og viðburðir 2022 | Snorrastofa | 750 |
| Reykholtshátíð 2022 | Sigurður Bjarki Gunnarsson | 900 |
| Alþjóðlega Kvikmyndahátíðin Northern Wave | Northern Wave | 1.000.000 |
| Plan-B International Art Festival 2022 | Sigríður Þóra Óðinsdóttir | 1.000.000 |
| Prinsinn – Leiksýning og leikferð | The Freezer ehf. | 1.400.000 |
| IceDocs 2022 | Docfest ehf. | 2.000.000 |
| SAMTALS | 29.200.000 | |
| STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR | ||
| VERKEFNI | UMSÆKJANDI | UPPHÆÐ |
| Menningarstarfsemi á Smiðjuloftinu | Smiðjuloftið ehf. | 700 |
| Rekstur Eiríksstaða 2022 | Iceland Up Close ehf. | 710 |
| Rekstur Vínlandsseturs 2022 | Vínlandssetur ehf. | 750 |
| Vetraropnun sýninga | Landnámssetur Íslands ehf. | 750 |
| Sjóminjasafnið á Hellissandi | Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum | 1.000.000 |
| Eyrbyggjusetur á Snæfellsnesi Stefnumörkun og áætlanagerð | Eyrbyggjasögufélag | 1.000.000 |
| SAMTALS | 4.910.000 |