14 ára Skagamaður gerir þriggja ára samning við ÍA

Nýverið gerði Knattspyrnufélag Akraness, ÍA, samning við Daniel Inga Jóhannesson.

Um er að ræða leikmannasamning sem er til þriggja ára.

Daniel Ingi er fæddur árið 2007 og er því aðeins 14 ára gamall.

Það er ekki á hverjum degi sem ÍA gerir leikmannasamning við leikmann á þessum aldri.

Daniel Ingi er bráðefnilegur og hefur leikið með yngri flokkum ÍA alla tíð.

Daniel Ingi á ekki langt að sækja knattspyrnuáhugann þar sem að eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, fór ungur í atvinnumennsku en hann er í dag leikmaður FCK í Kaupmannahöfn.

Faðir þeirra bræðra, Jóhannes Karl Guðjónsson, er í dag þjálfari mfl. karla hjá ÍA í knattspyrnu en hann á baki margra ára atvinnuferil að baki víðsvegar um Evrópu.

Daniel Ingi hefur vakið athygli liða utan Íslands og hefur m.a. farið og æft með FCK í Kaupmannahöfn.