Bæjarstjórn hafnaði ósk um að bæta einni hæð við fjölbýlishús í Beykiskógum

Bæjarstjórn Akraness hafnaði nýverið beiðni frá byggingaaðila um að hækka fjölbýlishús við Beykiskóga 19 um eina hæð.

Óskað var eftir því að húsið yrði fimm hæðir í stað fjögurra.

Tillaga um breytinguna fór í víðtæka grenndarkynningu þar sem að ýmsar athugasemdir og mótmæli bárust.

Á fundi bæjarstjórnar nýverið var tillaga frá Skipulags – og umhverfissráði samþykkt þar sem að breytingatillögunni var hafnað.

Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að í ljósi frekara mótmæla ákveður bæjarstjórn að hafna breytingunni m.t.t. þess að um lágreista byggð er að ræða, í Skógahverfi 1. áfanga sem taka þarf tillit til.