Söngleikurinn Útfjör verður frumsýndur í lok mars á fjölum Bíóhallarinnar

Leiklistaklúbburinn Melló sem er skipaður nemendum úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi stefnir á að frumsýna söngleikinn Útfjör (Fun Home) þann 25. mars.

Æfingar hafa staðið yfir í margar vikur og mánuði en frumsýna átti verkið í janúar.

Þeim áformum þurfti að fresta vegna samkomutakmarkana sem eru í gildil

Söngleikurinn er byggður á teiknimyndasögunni Alison Bechdel þar sem að fjallað er um lífshlaup hennar.

Útfjör er grátbroslegt fjölskyldudrama, verk sem er byggt á endurminningum Alison Bechdel, en við hana er kennt próf sem notað er til að greina bíómyndir út frá kynjajafnrétti. Prófið gengur út á að meta hvort í kvikmynd séu a.m.k. tvær konur sem eru nafngreindar persónur; að tvær konur eigi vitrænt samtal í myndinni; og það sé ekki um stráka. Furðu fáar myndir uppfylla þessi skilyrði!

Söngleikurinn verður sýndur í Bíóhöllinni á Akranesi og hefjast sýningar eins og áður segir í lok mars.

Hér fyrir neðan eru myndir frá æfingu á verkinu.