Myndasyrpa frá Þorrablóti Skagamanna 2022

Þorrablót Skagamanna fór fram laugardaginn 22. janúar.

Blótið var með rafrænum hætti líkt og árið 2021 og komu fjölmargir að framkvæmdinni.

Dagskrá Þorrablótsins var fjölbreytt og áhugverð – en blótið var í streymi á netinu á Youtube.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru á „bak við tjöldin“ á Bárugötu og víðar. Og eins og sjá má á myndunum var í mörg horn að líta hjá þeim sem stóðu vaktina í útsendingunni.

Helstu skemmtikraftar landsins tróðu upp í Báran Brugghús og skemmtu þeir sér vel eins og sjá má á myndunum.