Bæjarstjórnarkosningar á Akranesi fara fram þann 14. maí 2022 eða eftir 109 daga sem eru rétt tæplega 16 vikur.
Á næstu vikum kemur í ljós hvaða flokkar munu bjóða fram og hvernig listarnir verða skipaðir.
Í síðustu bæjarstjórnarkosningum, 2018, buðu fjórir listar fram og rétt tæplega 5.200 voru með kosningarétt á Akranesi á þeim tíma.
Kosningar fóru síðast fram fyrir fjórum árum eða árið 2018. Í þeim kosningum voru fjórir flokkar sem buðu fram krafta sína.
Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Rakelar Óskarsdóttur fékk flest atkvæði í þeim kosningum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Samfylkingin, þar sem að Valgarður Lyngdal Jónsson í 1. sæti, fékk næst flest atkvæði og myndaði meirihluta eftir kosningar með sameiginlegu framboði Framsóknar og frjálsra á Akranesi – þar sem að Elsa Lára Arnardóttir var í efsta sæti. Miðflokkurinn bauð einnig fram, með Helgu K. Jónsdóttur í efsta sæti, og fékk flokkurinn tæplega 200 atkvæði.
Framsókn og frjálsir á Akranesi hafa nú þegar auglýst eftir áhugasömu fólki til þess að ganga til liðs við flokkinn og bjóða sig fram fyrir næstu kosningar. Elsa Lára Arnardóttir, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs, samkvæmt heimildum Skagafrétta.
Sjálfstæðisflokkurinn mun funda um næstu helgi og taka ákvörðun um hvernig listinn verður skipaður. Einar Brandsson hefur gefið það út að hann vilji halda áfram í bæjarpólitíkinni – en Sandra Margrét Sigurjónsdóttir ætlar ekki að gefa áfram kost á sér í framboð.
Hjá Samfylkingunni er ekki ljóst hvaða einstaklingar ætla að gefa kost á sér en þar á bæ verður tekin ákvörðun um framboðslistann á næstu vikum.
Eftirtaldir einstaklingar skipa í dag bæjarstjórn Akraness.
Aðalfulltrúar | Varafulltrúar |
Valgarður Lyngdal Jónsson (S) forseti bæjarstjórnar | Guðríður Sigurjónsdóttir (S) |
Einar Brandsson (D). 1. varaforseti bæjarstjórnar | Aldís Ylfa Heimisdóttir (D) |
Elsa Lára Arnardóttir (B) 2. varaforseti bæjarstjórnar | Liv Aase Skarstad (B) |
Kristinn Hallur Sveinsson (S) | Guðjón V. Guðjónsson (S) |
Ragnar B. Sæmundsson (B) | Karitas Jónsdóttir (B) |
Bára Daðadóttir (S) | Margrét Hulda Ísaksen (S) |
Ólafur Adolfsson (D) | Carl Jóhann Gränz (D) |
Sandra M. Sigurjónsdóttir (D) | Ester Björk Magnúsdóttir (D) |
Rakel Óskarsdóttir (D) | Ester Björk Magnúsdóttir (D) |
Flokkur | Oddvitar | Listabókstafur | Atkvæði | % | Fulltrúar |
Sjálfstæðisflokkur | Rakel Óskarsdóttir | D | 1.420 | 41,4% | 4 |
Samfylkingin | Valgarður Lyngdal Jónsson | S | 1.077 | 31,2% | 3 |
Framsókn og frjálsir á Akranesi | Elsa Lára Arnardóttir | B | 753 | 21,8% | 2 |
Miðflokkurinn | Helga K. Jónsdóttir | M | 196 | 5,7% | 0 |
Auðir seðlar | 101 | 2,8% |
Ógildir seðlar | 27 | 0,8% |
Samtals atkvæði | 3.583 | 100% |
Á kjörskrá | 5.183 | 70% |