Miðbæjarsamtökin Akratorg stofnuð á Akranesi
Hópur fólks á Akranesi hefur stofnað miðbæjarsamtökin Akratorg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.
Tilgangur samtakanna er að vernda, efla og byggja upp gamla miðbæinn. Jafnframt að stuðla að viðsnúningi í þróun síðustu ára þannig að miðbærinn verði aftur hringiða verslunar, þjónustu og mannlífs.
Að samtökunum stendur fjölbreyttur hópur Skagamanna sem á það sameiginlegt að bera hag bæjarfélagsins fyrir brjósti og vill leggja sitt af mörkum til að gera bæinn líflegri og skemmtilegri.
Stofndagsetningin er ekki tilviljun þar sem í dag eru 80 ár síðan Akranes fékk kaupstaðarréttindi.
Opinn kynningarfundur verður auglýstur um leið og aðstæður leyfa.
Frá vinstri: Þorgerður Steinunn, Þorbjörg María, Ólafur Páll, Anna Guðrún, Guðni og Bjarnheiður.
Stjórn samtakanna skipa:
Ólafur Páll Gunnarsson – Formaður
Þorbjörg María Ólafsdóttir – Varaformaður
Anna Guðrún Ahlbrecht – meðstjórnandi
Bjarnheiður Hallsdóttir – meðstjórnandi
Guðni Hannesson – meðstjórnandi
Hlédís Sveinsdóttir – meðstjórnandi
Þorgerður Steinunn Ólafsdóttir – meðstjórnandi