80 ára afmælisár Akraness framundan – starfsfólki boðið í „kökupartý“

Þann 26. janúar árið 1942 hélt bæjarstjórn Akraness sinn fyrsta fund fund, en sveitarfélagið hafði þann 1. janúar það ár fengið kaupstaðarréttindi með lögum frá Alþingi.

Bæjarstjórn Akranesss fagnar því 80 ára afmæli sínu í dag.

Þessum tímamótum var fagnað hjá starfsfólki kaupstaðarins og var boðið upp á afmælisköku á vinnustöðunum í dag.

Bæjarstjórn Akraness hélt fyrstu fundi sína á nokkrum stöðum í bænum, en frá árinu 1943 hefur bæjarstjórn aðallega haldið fundi sína á eftirtöldum stöðum í bænum.

Í svonefndu bæjarhúsi við Kirkjubraut 8 þar sem veitingahúsið Grjótið er til húsa í dag, í Stúkuhúsinu við Háteig, en það hús hefur nú verið flutt á safnasvæðið að Görðum, í bæjarþingsalnum að Heiðarbraut 40 þar sem áður var Bókasafn Akraness en er í dag fjölbýlishús og í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, en þangað flutti bærinn skrifstofur sínar árið 1995. Á undanförnum misserum hafa fundir bæjarstjórnar verið haldnir á Garðavöllum við golfvöllinn og einnig í núverandi aðstöðu við Dalbraut.

Frá stofnun Akraneskaupstaðar árið 1942 hafa verið starfandi 16 bæjarstjórar – og er Regína Ásvaldsdóttir eina konan sem hefur gegnt því embætti í 80 ára sögu bæjarsins.

Hér má sjá lista yfir bæjarstóra Akraness frá upphafi.

Arnljótur Guðmundsson (f. 29/6 1912, d. 13/1 1955).
Bæjarstjóri 1942 – 1946.


Guðlaugur M. Einarsson (f. 13/1 1921, d. 17/2 1977). Bæjarstjóri 1946 – 1950.


Sveinn Finnsson (f. 23/11 1920, d. 7/6 1993).
Bæjarstjóri 1950 – 1954.


Daníel Ágústínusson (f. 18/3 1913, d. 11/4 1996).
Bæjarstjóri 1954 – 1960


Hálfdán Sveinsson (f. 7/5 1907, d. 18/11 1970).
Bæjarstjóri 1960 – 1962.

Björgvin Sæmundsson (f. 4/3 1930, d. 20/8 1980).
Bæjarstjóri 1962 – 1970.

Gylfi Ísaksson (f. 7/7 1938).
Bæjarstjóri 1970 – 1974

Magnús Oddsson (f. 17/11 1935, d. 11/4 2017).
Bæjarstjóri 1974 – 1982

Ingimundur Sigurpálsson (f. 24/9 1951).
Bæjarstjóri 1982 – 1987.

Gísli Gíslason (f. 9/7 1955).
Bæjarstjóri 1987 – 2005

Guðmundur Páll Jónsson (f. 30/12 1957).
Bæjarstjóri 2005 – 2006

Gísli Sveinbjörn Einarsson (f. 12/12 1945).
Bæjarstjóri 2006 – 2010

Árni Múli Jónasson (f. 14/5 1959).
Bæjarstjóri 2010 – 2012

Jón Pálmi Pálsson (f. 27/7 1954).
Bæjarstjóri 2012 – 2012

Regína Ásvaldsdóttir (f. 30/6 1960).
Bæjarstjóri 2013 – 2017

Sævar Freyr Þráinsson (f. 16/6 1971).
Bæjarstjóri 2017 til dagsins í dag