Enrique Snær Llorens Sigurðsson og Einar Margeir Ágústsson náðu fínum árangri á fyrri keppnisdegi á Reykjavík International Games 2022. Mótinu lýkur í dag en sundkeppnin fer fram í Laugardalslaug og eru margir erlendir keppendur líkt og undanfarin ár.
Reykjavik International Games fara nú fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar 2022. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.
Reykjavik International Games er mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 15-20 einstaklingsíþróttagreinum.
Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans.
Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna hluti af dagskránni.
Enrique varð annar í 400 metra fjórsundi á tímanum 4.49,49 mín og hann varð þriðji í 400 metra skriðsundi á tímanum 4.20,69 mín.
Einar Margeir varð þriðji í 100 metra bringusundi á tímanum 1.05,23 mín.