Sundfólk úr röðum ÍA náði flottum árangri á Reykjavik International Games

Sundfólk úr röðum ÍA hélt uppteknum hætti á öðrum keppnisdegi á alþjóðlega mótinu Reykjavik International Games sem fram fór í Laugardalslaug í Reykjavík Þetta er í fimmtánda sinn sem þetta alþjóðlega mót fer fram en keppnishaldinu lýkur 6. febrúar

Alls náðu fjórir keppendur frá ÍA að komast á verðlaunapall. Uppskeran var góð, Einar Margeir Ágústsson vann til gull – og bronsverðlauna, Enrique Snær Llorens Sigurðsson fékk tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir fékk bronsverðlaun og Sindri Andreas Bjarnason fékk einnig bronsverðlaun.

Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavik International Games er mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 15-20 einstaklingsíþróttagreinum.

Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans.

Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna hluti af dagskránni.

Úrslit hjá keppendum ÍA sem komust á verðlaunapall voru eftirfarandi:

200 metra bringusund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, bronsverðlaun, 3.01,53 mín.

100 metra bringusund
Einar Margeir Ágústsson, bronsverðlaun 1.05,23 mín.

200 metra bringusund
Einar Margeir Ágústsson, gullverðlaun 2.29,68 mín.

200 metra fjórsund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson, silfurverðlaun, 2.15,57 mín.

400 metra skriðsund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson, bronsverðlaun, 4.20,69 mín.

400 metra fjórsund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson, silfurverðlaun, 4.49,49 mín.

50 metra skriðsund:
Sindri Andreas Bjarnason, bronsverðlaun, 24,97 sek.

Öll úrslit mótsins eru hér:

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/01/30/enrique-og-einar-a-verdlaunapalli-a-reykjavik-international-games/