Þrír öflugir leikmenn úr knattspyrnuliði ÍA róa á önnur mið

Þrír leikmenn sem hafa látið mikið að sér kveða með meistaraflokki ÍA í knattspyrnu hafa skipt yfir í önnur lið á undanförnum vikum.

Aníta Ólafsdóttir, einn efnilegasti markvörður landsins, hefur samið við Stjörnuna í Garðabæ – sem leikur í efstu deild. Aníta er fædd árið 2003 hefur leikið með ÍA undanfarin þrjú ár og hefur verið í yngri landsliðum Íslands.

Sigrún Eva Sigurðardóttir, sem hefur leikið lengi með meistaraflokki ÍA, þrátt fyrir að vera fædd árið 2002, hefur skipt yfir í Aftureldingu í Mosfellsbæ. Róberta Lilja Ísólfsdóttir, sem er fædd árið 2001, hefur skipt yfir í KR í Reykjavík.

Magnea Guðlaugsdóttir er þjálfari kvennaliðs ÍA sem leikur í þriðju efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa fallið naumlega úr næst efstu deild á síðasta ári.