Skafrenningur og staðbundnir hríðarbyljir með slæmu skyggni á laugardag

Á Suð-Vesturlandi- og Vestanlands er spáð nokkuð hvössum vindi í fyrramálið, laugardaginn 5. febrúar 2022.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni.

Skafrenningur og staðbundnir hríðarbyljir með slæmu skyggni, einna hættast á Suðurnesjum og austur fyrir fjall frá kl. 6 til 10 í fyrramálið en lagast mikið um hádegi.

Síðdegis á morgun versnar með hríð og fjúki á Vestfjörðum og annesjum norðanlands.