Umtalsverð fjölgun nemenda í FVA á haustönn 2021

Nemendur á haustönn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi voru tæplega 550 og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 2016. Þetta kemur fram í tölfræði á vef FVA.

Að öllu jöfnu eru fleiri nemendur í FVA á haustönn eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Ef litið er til baka til ársins 2012 þá voru flestir nemendur árið 2012 í FVA eða 1172 og árið 2021 er í áttunda sæti yfir flesta nemdur á tímabilinu 2012-2021. Fæstir nemendur voru á árunum 2019 og 2020.

Fjöldi nemenda skólans hefur verið nokkuð breytilegur frá önn til annar en var mestur rúmlega 700 í kringum aldamótin 2000.

Fjöldi nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frá árinu 2012.
Byggt á gögnum úr annálum FVA á heimasíðu skólans.

ÁrVor – heildarfjöldiHaust – heildarfjöldiSamtals
20125306421172
20135415831124
20145295861115
20154845511035
20165175631080
20175035551058
20184825261008
2019467480947
2020430538968
20214825471029

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var stofnaður formlega 6. febrúar 1987 og settur í fyrsta sinn þann sama dag. Þá tók gildi samningur 32ja sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur sameiginlegs framhaldsskóla í samvinnu við menntamálaráðuneytið.

Áður en skólinn var stofnaður hafði verið víðtækt samstarf milli Fjölbrautaskólans, framhaldsdeilda grunnskóla á Vesturlandi og Héraðsskólans í Reykholti. Það samstarf hafði að leiðarljósi að samræma kennslu og námskröfur á milli skólanna.

Samningurinn frá 1987 hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum árin m.a. vegna breytinga á lögum um framhaldsskóla. Hann var endurnýjaður í janúar 1992 og síðan endurskoðaður á ný 1997 og undirritaður eftir þá endurskoðun í maí 1998.

Sveitarfélögunum er standa að skólanum hafði þá fækkað vegna sameiningar úr 32 í 17.

Síðan hafa sveitarfélög á Snæfellsnesi stofnað sinn eigin framhaldsskóla og Borgnesingar einnig og hinum sveitarfélögunum enn fækkað.

Þegar samningurinn var endurnýjaður í maí 2011 stóðu að honum sex sveitarfélög: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur.