Skemmtilegur „feðgakafli“ skrifaður í knattspyrnusögu Kára

Leikmenn Kára undirbúa sig þessa dagana undir keppnistímabilið á Íslandsmótinu í knattspyrnu, þar sem að liðið leikur í 3. deild.

Káramenn eru með leikmenn á öllum aldri – og það sýndi sig í leik liðsins gegn KFR í fotbolti.net mótinu um liðna helgi.

Þar léku feðgarnir Garðar Gunnlaugsson og Hektor Gunnlaugsson saman í fyrsta sinn á ferlinum – og sá síðarnefndi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Kára í meistaraflokksleik eftir aðeins þrjár mínútur.

Feðgarnir Andri Júlíusson og stjúpsonur hans, Steindór Mar Gunnarsson, léku á ný með Kára en þeir léku einnig saman í leik sem fram fór fyrir um ári síðan.

Þess má geta að Steindór Mar hefur einnig skorað mark fyrir Kára líka og markahrókarnir Garðar, Andri og nú síðast Hektor.