Nýjustu Covid-19 tölurnar á Vesturlandi – vel á þriðja hundrað smit á Akranesi

Alls greindust 1.294 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu í gær.

Um 3.500 sýni voru tekin og ríflega þriðja hvert sýni var því jákvætt.

Á Vesturlandi er staðan þannig að tæplega 350 smit eru til staðar í landshlutanum og þar af eru um 220 á Akranesi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.