Ríkisstofnanir á Akranesi skoða flutning í húsnæði við Smiðjuvelli

Á undanförnum mánuðum hafa staðið yfir viðræður um flutning á starfsstöðum ríkisstofnana sem eru með aðsetur við Stillholt á Akranesi.

Hugmyndin er að stofnanir á borð við Landmælingar, Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun og Sýslumaður Vesturlands færi starfsemi sína í húsnæði við Smiðjuvelli 28.

Landmælingar Íslands, Sýslumaður Vesturlands og Vinnueftirlitið eru með starfsstöðvar sínar í Stjórnsýsluhúsi Akraness, við Stillholt 16-18.

Skatturinn var einnig með starfsstöð við Stillholt 16-18 en flutti fyrir nokkru síðan starfsemina á Kirkjubraut 28.

Eins og áður segir hafa viðræður um flutning ríkisstofnana staðið yfir en ekki er búið að ganga frá formlegum samningum þess efnis.