Kvennalið ÍA og Káramenn fengu áhugaverða mótherja í Mjólkurbikarnum

Í dag var dregið í forkeppni í Mjókurbikarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu.

Karlalið ÍA, sem lék til úrslita gegn Víkingum úr Reykjavík, þarf ekki að taka þátt í forkeppninni og verður liðið í „hattinum“ þegar dregið verður í 32-liða úrslitum keppninnar.

Kvennalið ÍA mætir liði Fjölnis úr Grafarvogi í forkeppninni og fer sá leikur fram kl. 19.00 föstudaginn 29. apríl 2022 í Akraneshöllinni.

Lið Kára fær einnig heimaleik gegn Árborg og fer sá leikur fram kl. 14.00 sunnudaginn 10. apríl.

Sigurliðið úr þeirri viðureign mætir annaðhvort Víkingi úr Ólafsvík eða Berserkjum í 2. umferð sem fer fram laugardaginn 23. apríl 2022.

Smelltu hér fyrir alla leikina í karlaflokki í Mjólkurbikarkeppninni 2022.

Smelltu hér fyrir alla leikina í kvennaflokki í Mjólkurbikarkeppninni 2022.

Víkingur Reykjavík er ríkjandi Mjólkurbikarmeistari í meistaraflokki karla, og Breiðablik, í meistaraflokki kvenna.