Taktu föstudagskvöldið 11. febrúar frá !- FVA „í beinni“ í Gettu betur á RÚV

Keppnislið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur farið af stað með látum í spurningakeppni Gettu betur – spurningakeppni framhaldskólanna. FVA hefur sigrað í fyrstu tveimur viðureignunum og er komið alla leið í 8-liða úrslit.

Búið er að draga í 8-liða úrslitum. FVA keppir gegn liði Fjölbrautaskóla Garðabæjar, og fer sú keppni fram föstudagskvöldið 11. febrúar 2022 í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Útsendingin hefst 20.05.

4. febrúar – Verzlunarskóli Íslands – Fjölbrautaskóli Suðurlands

11. febrúar – Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Fjölbrautaskólinn Vesturlands á Akranesi

16. febrúar – Verkmenntaskóli Austurlands – Menntaskólinn í Reykjavík

25. febrúar – Kvennaskólinn í Reykjavík – Menntaskólinn við Hamrahlíð.

Kristrún Bára Guðjónsdóttir, Björn Viktor Viktorsson og Sigrún Freyja Hrannarsdóttir skipa keppnislið FVA.

FVA keppti í 16-liða úrslitum gegn Fjölbrautaskólanum á NV-landi sem er staðsettur á Sauðárkróki.

FVA sýndi mikla yfiburði í þeirri viðureign og sigraði 28-9.

Áður hafði FVA sigrað Fjölbrautaskóla Suðurnesja nokkuð örugglega, 24-17 í fyrstu umferð.

http://localhost:8888/skagafrettir/2022/01/18/kristrun-bjorn-og-sigrun-komu-fva-i-beina-utsendingu-i-sjonvarpinu-i-gettu-betur/