Káramenn með brons í fotbolti.net mótinu – áhugaverðir leikir framundan

Kári og Augnablik áttust við í leik um þriðja sætið í C-deild fotbolti.net mótsins s.l. föstudag.

Leikurinn fór fram við fínar en ískaldar aðstæður í Akraneshöllinni.

Augnablik, sem er venslalið Breiðabliks úr Kópavogi, komst yfir í leiknum en Káramenn skoruðu þrjú mörk í kjölfarið sem tryggði sigurinn.

Mörk Kára skoruðu Andri Júlíusson, Ingimar Elí Hlynsson og Fylkir Jóhannsson.

Næstu leikir Kára eru í Lengjubikarnum í B-deild riðli 1. Í riðlinum eru ÍR, KFS (Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund úr Vestmannaeyjum), KH (Knattspyrnufélag Hlíðarenda), Víðir Garði og Víkingur Ólafsvík en Skagamaðurinn Guðjón Þórðarson er þjálfari síðastnefnda liðsins.

Leikir Kára í Lengjubikarnum eru:

Föstudagur 18.febrúar 20:00
Akraneshöllin.
Kári – Víkingur Ó.


Föstudagur 25. febrúar 20.00
Akraneshöllin.
Kári – Víðir

Laugardagur 5. mars. 14.00
ÍR-völlur
ÍR – Kári

Laugardagur 19. mars 14.00
Akraneshöllin
Kári – Knattspyrnufélag Hlíðarenda (KH).

Sunnudagur 27. mars 14:00
Domusnovavöllurinn
KFS –