Skagamenn með góðan sigur gegn Þórsurum frá Akureyri

Karlalið ÍA lagði Þór frá Akureyri nokkuð örugglega, 3-1, í fyrstu umferð Lengjubikarkeppni KSÍ, um liðna helgi.

Leikurinn fór fram við fínar en ískaldar aðstæður í Akraneshöllinni.

Steinar Þorsteinsson kom ÍA yfir með flottu marki á 5. mínútu, og varnarmaðurinn Alexander Davey bætti við öðru marki á 34. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Elmar Þór Jónsson minnkaði muninn fyrir Þór en Viktor Jónsson skoraði þriðja mark ÍA á 64. mínútu.

Næsti leikur ÍA í þessu móti er gegn Knattspyrnufélagi Vesturbæjar um næstu helgi í Akraneshöll.

Laugardagur 19. mars 12:00
Akraneshöll
ÍA – KV (Knattspyrnufélag Vesturbæjar)

Föstudagur 25. febrúar 19:00
Kópavogsvöllur
Breiðablik – ÍA

Laugardagur 5. mars 12:00
Akraneshöllin
ÍA – Fjölnir

Mánudagur 14. mars 19:00
Samsungvöllurinn – Garðabæ
Stjarnan – ÍA