Pálmi og Halldór bjóða fram krafta sína í stjórn – og varastjórn KSÍ

Tveir Skagamenn hafa gefið kost á sér í stjórn – og varastjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Kosið verður í ýmis embætti hjá KSÍ á ársþinginu sem fram fer þann 26. febrúar á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Bráðabirgðastjórn KSÍ var skipuð þann 2. október og sex af átta aðilum úr þeirri stjórn óska eftir endurkjöri.

Pálmi Haraldsson býður sig fram í stjórn KSÍ og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson býður sig fram í varastjórn KSÍ.

Skagakonan Margrét Ákadóttir hefur verið varamaður í stjórn frá því í október á síðasta ári en hún óskar ekki eftir endurkjöri.

Sævar Pétursson og Vanda Sigurgeirsdóttir bjóða sig fram í embætti formanns.

Valgeir Sigurðsson og Ingi Sigurðsson gefa ekki kost á ser og þá bjóða þeir Ívar Ingimarsson, Jón Páll Pálmason, Lárus Bl. Sigurðsson, Pálmi Haraldsson, Sváfnir Gíslason og Torfi Rafn Halldórsson sig fram.

Nánar á vef KSÍ.