Einn leikmaður úr röðum ÍA í U-16 ára landsliði Íslands sem mætir Sviss

Einn leikmaður úr röðum ÍA er í U-16 ára landsliðshóp kvenna sem mætir Sviss í tveimur vináttuleikjum í knattspyrnu síðar í þessum mánuði. Magnús Örn Helgason er þjálfari U16 kvenna og valdi hann alls 20 leikmenn í þetta verkefni. Markvörðurinn bráðefnilegi úr röðum ÍA, Salka Hrafns Elvarsdóttir, er í liðinu.

Leikirnir fara báðir fram í nýja knattspyrnuhúsinu í Miðgarði í Garðabæ, sá fyrri er 23. febrúar kl. 12:00 og sá síðari 26. febrúar kl. 14:00. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á miðlum KSÍ.

Hópurinn

Díana Ásta Guðmundsdóttir – Augnablik
Emilía Lind Atladóttir – Augnablik
Harpa Helgadóttir – Breiðablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir – Breiðablik
Margrét Brynja Kristinsdóttir – Breiðablik
Emma Björt Anarsdóttir – FH
Anna Rut Ingadóttir – Haukar
Björg Gunnlaugsdóttir – Höttur
Salka Hrafns Elvarsdóttir – ÍA
Glódís María Gunnarsdóttir – KH
Kolbrá Una Kristinsdóttir – KH
Ísabella Sara Tryggvadóttir – KR
Emelía Óskarsdóttir – Kristianstad
Elsa Katrín Stefánsdóttir – Selfoss
Jóhanna Elín Halldórsdóttir – Selfoss
Bergdís Sveinsdóttir – Víkingur R.
Sigdís Eva Bárðardóttir – Víkingur R.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir – Víkingur R.
Angela Mary Helgadóttir – Þór/KA
Krista Dís Kristinsdóttir – Þór/KA