Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Sementsreitnum á næstu misserum. Finna þarf nöfn nýjar götur á þeim svæðum sem verða byggð upp á næstu árum.
Akraneskaupstaður sendi nýverið frá sér frétt þess efnis að leitað sé eftir aðstoð frá íbúum Akraness með að velja gatnaheiti á Sementsreitnum.
Um er að ræða 5 gatnaheiti en kosningin er í 2 liðum.
Annars vegar er kosið um gatnaheiti á götu sem á mynd er titluð Gata A á mynd og svo annars vegar er kosið um gatnaheiti á hinum 4 götunum saman, en þar er kosið um þemu.
Tillögur að gatnaheitum fyrir götu A:
Ástarbraut |
Sementsbraut |
Skerjabraut |
Stórabryggja |
Sjávarbryggja |
Sjávarbraut |
Baldursbraut |
Tillögur um þemu að gatnaheitum fyrir götur B, C, D og E eru:
Skeljaströnd | Klettaströnd | Sandströnd | Leiruströnd | Kennileiti um fjörusgerðir við Akranes |
Sandabakki | Smiðjubakki | Faxabakki | Langibakki | Vísun í bakka |
Litlabryggja | Bátabryggja | Sementsbryggja | Skútubryggja | Vísun í bryggju sem byggð er við sjó |
Sjávarblær | Sjávaralda | Sjávarsýn | Sjávarströnd | Vísun í sjó |
Freyjugata | Óðinsgata | Skírnisgata | Sleipnisgata | Vísun í eldri götunöfn á Akranesi |