Miðbæjarsamtökin Akratorg, sem stofnuð voru á dögunum, sendu nýverið fyrirspurn á bæjarstjóra varðandi verlaunalýsinguna á Akratorginu sem hefur verið slökkt undanfarna mánuði.
Bæjarstjórinn, Sævar Freyr Þráinsson, brást hratt við og Ólafur Páll Gunnarsson formaður miðbæjarsamtakanna var í framhaldinu beðinn um að taka að sér stýringu ljósanna. En þess má geta að Ólafur Páll býr rétt við torgið.
Ólafur Páll samþykkti það í einum grænum. Hér er mynd af formanninum með lokuð augu sem Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri Akraneskaupstaðar tók fyrr í dag þegar hann setti stýringuna upp í símanum hans Óla Palla.
Fólk er oft með lokuð augu á nóttunni, en þá njóta ljósin sín einmitt best.