Líf færist á ný í Akurholt við Akratorg – Miðbæjarsamtökin fagna ógurlega

Torgið er nafnið á nýrri hárgreiðslustofu sem opnar á næstunni í húsi við Akratorg sem heitir Akurholt.

Þetta kemur fram í pistli á fésbókarsíðu Miðbæjarsamtaka Akraness og þar á bæ er þessum tíðindum fagnað ákaflega.

Ína Dóra Ástríðardóttir og Ólöf Una Ólafsdóttir eru í þessu verkefni saman en þær eru báðar þaulreyndar í faginu og með mikla reynslu.

Húsið var eitt sinn íbúðarhús, tryggingafyrirtækið Sjóvá var um margra ára skeið með útibú sitt í þessu húsi. Ýmis önnur starfssemi hefur verið í Akurholti og má þar nefna sjoppuna „Skökkin“, skrifstofa Starfsmannafélags Akraness var þar um langt skeið og Bifreiðaeftirlit ríkisins var einnig með starfsstöð í þessu húsi.