Rekstur KFÍA gekk vel og sala á leikmönnum er stór þáttur í rekstrinum

Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA fór fram fimmtudaginn 17. febrúar 2022.

Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári, tæplega 250 milljóna kr. velta og rekstrarafgangur tæplega 19 milljóna kr.

Leikmenn úr röðum ÍA skapa töluverðar tekjur í rekstri félagsins en tekjur af sölu leikmanna námu um 42 milljónum kr. á síðasta ári og gert er ráð fyrir tæplega 58 milljónum kr. á því sviði á árinu 2023. 

Í rekstraráætlun fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir auknum tekjum og meiri umsvifum eftir tveggja ára „biðstöðu“ vegna heimsfaraldurs.

Hér fyrir neðan er úrdráttur úr fundargerð frá aðalfundinum.  

Eggert Herbertsson, formaður KFÍA, flutti skýrslu stjórnar félagsins þar sem hann stiklaði á stóru í starfi félagsins á árinu 2022. Sjálfboðaliðum félagsins voru færðar þakkir í ræðu formannsins en grunnstoðir félagsins hafa staðið af sér erfiðar ytri aðstæður á undanförnum misserum vegna Covid-19 faraldursins. Eggert sagði ennfremur að vel hafi verið staðið að Norðurálsmótinu og allir sem að því komu eigi mikið hrós skilið. 

Rekstur KFÍA gekk vel á liðnu ári en Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins fór yfir ársreikninga félagsins. Tekjur KFÍA námu um 264 milljónum kr. og er því skipt upp í hefðbundnar rekstrartekjur og tekjum sem tengjast sölu á leikmönnum. Hefðbundnar rekstrartekjur voru rúmar 223 milljónir kr. og  tekjur af sölu leikmanna 41,5 milljónir kr. 

Rekstrargjöld á liðnu ári voru rúmar 246 milljónir kr. og rekstrarafgangur að teknu tilliti til fjármagnsliða var tæplega 18,7 milljónir króna. Eignir félagsins eru samtals 37,6 milljónir kr., eigið fé 25,5 milljónir kr. og skammtímaskuldir 12,1 milljónir kr. 

Geir kynnti einnig fjárhagsáætlun fyrir komandi rekstrarár. Þar er er gert ráð fyrir að 322,6 milljónum kr. í heildarrekstrartekjur, 265,1 milljónir kr. í hefðbundnar rekstrartekjur og 57,5 m.kr. vegna sölu leikmanna. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld ársins nema 276,6 m.kr. Gert er ráð fyrir hagnaði upp á 46 m.kr.

Valdís Eyjólfsdóttir var kosin í stjórn KFÍA í stað Hjálms Dórs Hjálmssonar, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðalstjórn KFÍA er þannig skipuð: Eggert Herbertsson – formaður, Heimir Fannar Gunnlaugsson – varaformaður, Ellert Jón Björnsson – gjaldkeri, Lára Dóra Valdimarsdóttir – ritari, Linda Dagmar Hallfreðsdóttir – formaður Barna-og unglingaráð, Brandur Sigurjónsson , Jónína Víglundsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Valdís Eyjólfsdóttir 

Barna og unglingaráð KFÍA er þannig skipað: Linda Dagmar Hallfreðsdóttir formaður, Anna Maríu Þórðardóttir, Berta Ellertsdóttir, Þorsteinn  Gíslason, Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, Ívar Orri Kristjánsson og Óskar Rafn Þorsteinsson. 

Magnea Guðlaugsdóttir fór yfir sl. ár hjá meistaraflokki kvenna, leikmannahópinn og væntingar fyrir komandi tímabil.

Jón Þór Hauksson fór yfir sl. ár hjá meistaraflokki karla, leikmannahópinn og væntingar fyrir komandi tímabil.

Hörður Helgason tók til máls og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar. Óskaði einnig viðurkenningarhöfum til hamingju. Hann fór yfir sl. sumar á

knattspyrnuvellinum, lágpunkta og hápunkta.

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi formaður KFÍA tók til máls. Þakkaði fyrir flott starf. Vakti athygli á því að tveir Skagamenn væru í framboði til stjórnar KSÍ og ítrekaði mikilvægi þess að vera í sterku og góðu sambandi við KSÍ.

Gunnar Sigurðsson tók til máls. Hann fór yfir þær framkvæmdir sem standa til á Jaðarsbökkum og sögu fyrri framkvæmda. Ítrekaði hann mikilvægi þess að KFÍA haldi vel á spöðunum hvernig framtíð svæðisins verði háttað. Lagði hann til að skipað verði 5-8 manna teymi í samtal við Akraneskaupstað til að gæta hagsmuna KFÍA.

Jón Gunnlaugsson tók til máls. Hann vakti athygli á núverandi aðstaða KFÍA væri þröng í sniðum. Hann fór yfir söguna og vakti athygli á vanköntum í utanumhaldi og aðstöðu.

Einar Brandsson, tippforingi og bæjarfulltrúi tók til máls. Hann vildi vekja athygli á því að á hverjum laugardegi klukkan 11:00 hittist getraunahópur félagsins. Hann hvetur alla bæjarbúa að mæta og tippa. Hann minnti á að allir sem að tippa á netinu og fara á 1×2.is/felog og velja ÍA, eru að styrkja knattspyrnufélagið. Einar fór einnig inn á aðstöðumálin og mikilvægi þess að þrengja ekki að íþróttunum á þeirra svæði.